Velkomin á Þjónustugátt Orkustofnunar 

Þjónustugátt er rafrænn aðgangur sem gerir notendum kleift að senda inn rafrænar umsóknir og fylgjast með eigin málum innan stjórnsýslunnar, eftir að hafa skráð sig og auðkennt á ISLAND.IS.

Hér í þjónustgátt Orkustofnunar eru eyðublöð fyrir allar umsóknir, gagnaskil og erindi sem senda þarf til Orkustofnunar.
Eyðublöðin eru rafræn og hægt er að bæta við viðhengjum eftir þörfum.

Innsend umsókn, gagnaskil eða erindi verða að máli í málakerfi Orkustofnunar og mun skipaður ábyrgðaraðili fara yfir þitt mál og koma því í ferli.
Mál hvers aðila eru aðgengileg honum á einum stað undir „MÍN MÁL“ í þjónustugáttinni.

Skilaboð berast skráðum notendum með tölvupósti frá þjónustugáttinni þegar erindi eru móttekin, tekin til afgreiðslu eða erindum er lokið.
Öll samskiptaskjöl eru vistuð í viðkomandi máli í „MÍN MÁL“ i þjónustugáttinni

Til að fylgjast með stöðu umsókna og gagnaskila munt þú eftir nýskráningu velja innskráningu og fara inn á „MÍN MÁL" en þar hefur þú yfirlit yfir öll mál sem varða þig og samskiptasögu varðandi málið.